Samantekt á íslensku

Peter Fabel

Ísland - Grænland - Samaland - Mongólía - Trans- Síberíu lest

Hér má finna innan skamms samantekt af heimasíðu minni á íslensku

Eftirfarandi stuttmyndir urðu til á undanförnu ferðalögum okkar. Í mynda- og ljósmyndasýningum mínum segi ég nánar frá einhverjum þeirra. Tónlistin með stiklunum er samin og gefin út af góða vini mínum Axel Hoffmann. Lisa Malinski spilar sellóið.
Góða skemmtun…

Eldseyjan við pólhringinn

Þessi stikla varð til á nýlegustu ferð okkar til Íslands. Að róa kajak á Jökulsárlóni finnst okkur alltaf vera sérstakur hápunktur ferðalaga okkar til Íslands. Óvíða kemst maður í nánari tengsl við stórbrotnu náttúruna en einmitt þar. Í síbreytilegum veðurskilyrðum og nýmyndun ísjaka verður upplifunin aldrei eins og heillar okkur aftur og aftur.

Í ríki álfanna

Dularfullt Ísland

Þessi stuttmynd byggist á ljósmyndum og myndum sem urðu til í áranna rás á ymsum ferðalögum til Íslands. Á Íslandi má finna fjölmarga hella sem mynduðust við ýmiss konar jarðfræðilegar ástæður. Myndatakan í hellum, einkum í þrönga og dimma hellinum „Lofthellir“, er sönn áskorun.

Ísjakar og jöklar í firðinum „Scoresbysund“

Norðurslóðadraumar

Myndirnar sem stiklan byggist á urðu til innst í Scoresbysund firði við austurströnd Grænlands. Scoresbysund er lengsti fjörður í heimi. Ferðalög mín við austurströnd Grænlands ná yfir 30 ár aftur í tíma. Á fjölmorgum ferðum mínum á kajak og hundasleðum kynntist ég landinu og íbúum þess og heillaðist af þeim.

Fleiri myndbönd frá Grænlandi, Samalandi, Síberíu og Mongólíu má finna í þýska hlutanum heimasíðu minnar undir:

Fleiri myndbönd

Ég er áhugamaður um norræn lönd og blaðamaður og mig langar til að sýna ykkur heiminn okkar.