Samantekt á íslensku

Peter Fabel

Ísland - Grænland - Samaland - Mongólía - Trans- Síberíu lest

Ég kynntist Íslandi fyrst árið 1989,

þegar ég ferðaðist um landið með bakpoka og í gönguskóm. Þetta var mikið ævintýri þá. Landslagið, náttúran, fólkið og eldfjöllin höfðu svo djúpstæð áhrif á mig að ég heimsótti landið aftur og aftur og geri það enn.
Ástríða mín fyrir norðurlöndin leiddi mig víða næstu árin, til Grænlands, Síberíu, Lapplands og Mongólíu.
Ísland hafði þó, af öllum löndum sem ég kynntist, djúpstæðustu áhrifin á líf mitt. Á Íslandi ákvað ég að skipta um atvinnu. Alla tíð síðan hef ég lifað á því að setja upp og halda sýningar með eigin ljósmyndum og myndböndum úr ferðalögum mínum.

Árið 1996 kynntist ég konu minni, Mareike Bollhorn, á Íslandi. Mareike vann þá í nokkra mánuði með hesta á mismunandi bæjum, en þessi vinna var hluti af verklegu námi hennar í dýralæknisnámi. Á þeim tíma lærði Mareike íslensku í leiðinni.
Síðan þá ferðumst við Mareike gjarnan saman um Ísland – í kayak okkar, á hestbaki, á jeppa eða einfaldlega fótgangandi. Við fengum fylgd meðal annars af NDR norðurþýskri sjónvarpsstöð, sem fékk að fylgjast með kayakferðum okkar á Jökulsárlóni og Öskjuvatni.
Ein mesta upplifun var upphaf gossins í Eyjafjallajökli árið 2010, sem ég fékk að upplifa alveg frá upphafi þess og í næsta návígi á sauðfjárbænum „Fljótsdalur“. Sýning mín sem varð til úr þessari upplifun vann til verðlauna á alþjóðlegri fjölmiðlahátíð í Villingen-Schwenningen, Þýskalandi, og var þar sýnt á 18 × 6 m stóru kvikmyndatjaldi.
Best finnst okkur þó að ferðast í gegnum landið á okkar hraða, heimsækja vini og kynnast heillandi náttúrunni á sífellt nýjan hátt.

Kærar þakkir
Þýsk vinkona okkar Ina Leverköhne þýddi þennan texta. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni á sauðfjár- og geitabæ á norðaustanverðu Íslandi.
Bestu þakkir fyrir gestrisni ykkar, gómsætu lambalærin og fjölmarga og spennandi viðburði í kringum göngur og réttir sauðfés.

Myndbönd og ljósmyndir frá Íslandi

Eftirfarandi stuttmyndir urðu til á undanförnu ferðalögum okkar. Í mynda- og ljósmyndasýningum mínum segi ég nánar frá einhverjum þeirra. Tónlistin með stiklunum er samin og gefin út af góða vini mínum Axel Hoffmann. Lisa Malinski spilar sellóið.
Góða skemmtun…

Meradalier 2022

Í byrjun ágúst 2022 lifnaði „eldurinn við Fagradalsfjall“ við á ný. Eftir nokkuð öfluga jarðskjálftahrynu myndaðist frekar lítið en mjög fallegt eldgos. Eftir einungis 18 daga lognaðist hins vegar gosið út af.

Eldgosið við Fagradalsfjall

Þegar eldgos hófst við Fagradalsfjall í mars 2021 vorum við svo heppin að upplifa gosið í mismunandi myndum sínum. Ný og áhrifamiklar myndir og myndbönd urðu til við þetta gos.

Öskuksrímslið undir Eyjafjallajökli

Þegar eldgos hófst undir Eyjafjallajökli í apríl 2010 var ég staddur á sauðfjárbúinu Fljótsdalur – aðeins sex kílómetra frá upptökum gossins! Þannig upplifði ég á eigin skinni brottflutningu íbúa, jökulhlaup og gífurleg öskuský. Úr ljósmyndum mínum og myndböndum varð til nýr fyrirlestur sem var tilnefndur á „6. Alþjóðlegri fjölmiðlahátíð í Villingen-Schwenningen“ í Þýskalandi. Myndbönd mín voru meðal annars sýnd á þýska sjónvarpinu.

Eldseyjan við pólhringinn

Þessi stikla varð til á nýlegustu ferð okkar til Íslands. Að róa kajak á Jökulsárlóni finnst okkur alltaf vera sérstakur hápunktur ferðalaga okkar til Íslands. Óvíða kemst maður í nánari tengsl við stórbrotnu náttúruna en einmitt þar. Í síbreytilegum veðurskilyrðum og nýmyndun ísjaka verður upplifunin aldrei eins og heillar okkur aftur og aftur.

Í ríki álfanna

Dularfullt Ísland

Þessi stuttmynd byggist á ljósmyndum og myndum sem urðu til í áranna rás á ymsum ferðalögum til Íslands. Á Íslandi má finna fjölmarga hella sem mynduðust við ýmiss konar jarðfræðilegar ástæður. Myndatakan í hellum, einkum í þrönga og dimma hellinum „Lofthellir“, er sönn áskorun.

Ísjakar og jöklar í firðinum „Scoresbysund“

Norðurslóðadraumar

Myndirnar sem stiklan byggist á urðu til innst í Scoresbysund firði við austurströnd Grænlands. Scoresbysund er lengsti fjörður í heimi. Ferðalög mín við austurströnd Grænlands ná yfir 30 ár aftur í tíma. Á fjölmorgum ferðum mínum á kajak og hundasleðum kynntist ég landinu og íbúum þess og heillaðist af þeim.

Fleiri myndbönd frá Grænlandi, Samalandi, Síberíu og Mongólíu má finna í þýska hlutanum heimasíðu minnar undir:

Fleiri myndbönd

Ég er áhugamaður um norræn lönd og blaðamaður og mig langar til að sýna ykkur heiminn okkar.